Dalshverfi III

Reykjanesbær auglýsir til úthlutunar lóðir í norðurhluta 3. áfanga Dalshverfis sem staðsett er í austasta hluta bæjarins. Lóðirnar eru fyrir ein- og tvíbýli, rað- og fjölbýlishús.

Opnað verður fyrir umsóknir 28. janúar og fer fyrsta lóðaúthlutun fram 18. febrúar á fundi umhverfis og skipulagsráðs. Teknar verða fyrir umsóknir sem berast viku fyrir fund.

Úthlutun er framkvæmd í tveimur áföngum í samræmi við gatnagerð. Norðurhluta hverfisins er úthlutað fyrst en suðurhluta er áætlað að verði úthlutað um mitt árið.

Sótt er um lóð með því að velja hana á Kortasjá og fylla út umsókn á Mitt Reykjanes.

Kynningarfundur um Dalshverfi III verður haldinn mánudaginn 31. janúar kl. 18.00 og verður hann í beinu streymi.

Smelltu hér til að fara á viðburðinn:


 

Mikilvægir hlekkir

 

 

Reglur um lóðaveitingar

Dalshverfi 3. áfanga norðurhluta 7. janúar 2022

Almennt

  • Reykjanesbær bíöur út lóðir í Dalshverfi III syöri. Sérstakir lóðaúthlutunarskilmálar
    hafa verið settir upp til að svara á kalli vegna vöntun húsnæðis í Ijósi jarðhræringa á
    Reykjanesskaga.
  •  í fjölbýlum og raðhúsum skal umsækjandi skal gera ráð fyrir að hlutfall íbúða sé
    eftirfarandi:
    • 20% íbúða að lágmarki getur verið 60 fm2 eða minna.
    • 30% íbúða að lágmarki skal vera 100 fm2 eða meira.
  • Eftirfarandisérreglurum lóðarveitingar 3. áfanga Dalshverfis gilda framar reglum um
    lóðaveitingar sem samþykktar voru í bæjarstjórn 18. apríl 2017.

Útboðsreglur

  •  Allar lóðir innan umrædds hverfis eru boðnar út
  •  Aðeins lögaðilar geta boðið í lóðir
  •  Hver aðili og honum tengdir geta skilað inn einu tilboði fyrir hverja lóð.
  •  Eingöngu er hægt að bjóða í heila lóð, sjá :

Mat tilboða

  •  Tilboðsverð myndar einkunnargrunn.
  •  Hægt er að hækka einkunn geti lögaðili sýnt fram á:
    •  5 ára reynslu af sambærilegum verkefnum
    •  Hús verði fokheld innan 9 mánaða frá úthlutun lóðar.
  • Um er að ræða 10% hækkun einkunnar fyrir hvorn lið fyrir sig.
  • Bjóðandi með hæstu tilboðseinkunn nýtur forgangs við úthlutun. Fái tvö eða fleiri
    tilboð sömu einkunn fer fram útdráttur. Gangi tilboð til baka eða ógildast af öðrum
    orsökum erdregið aftur úr innsendum umsóknum.
  • Sé annað gilt tilboð ekki fyrir hendi fer útboð á lóð fram að nýju.
  • Umhverfis- og skipulagsráð metur innsend tilboð og úthlutar lóðum.

Skilyrði

  •  Umsókn telst gildi ef hún ásamt fylgigögnum berst innan tilskilins umsóknarfrests.
  •  Umsókn sé á tilheyrandi umsóknarblaði og uppfylli að öðru leiti reglugerð um lóðaveitingar
    auk þessara sérregla
  • Aðeins lögaðilar geta boðið í lóðir, hver aðili og honum tengdir geta aðeins skilað inn einu
    tilboðií hverja lóð. Skilgreining lögaðila sem aðilar fjárhagslega tengdir innherja (fme.is)
  •  Umsækjanda ber að skila gögnum þess efnis að hann sé í skilum gagnvart opinberum
    gjöldum
  •  Umsækjandi skal skila ársreikning fyrir síðasta ár.
  • Umsækjendur séu skuldlausir við Reykjanesbæ

Gatnagerðargjöld*

Einbýli A-gjöld: 32.450 kr. á fermetra
Par- og raðhús A-gjöld 24.962 kr. á fermetra

Fjölbýli A og B gjöld
A-gjöld 11.982 kr. á fermetra B-gjöld 33.820 kr. á fermetra A+B gjöld 45.802 kr. á fermetra

Dæmi um útreikning gatnagerðargjalda

• Einbýli: 32.450kr/m2 x 230 m2= 7.463.500kr
• Parhús – raðhús: 24.962kr/ m2 x 300 m2=7.488.600kr
• Fjölbýli: 45.802kr/ m2 x 1000 m2 =45.802.000kr

Allar umsóknir

Greiðslugetu á fjárfestingu í húsnæði miðist við byggingarkostnaðinn 249.620 kr. á fermetra húsnæðis.

*Gatnagerðargjöld eru uppfærð mánaðarlega miðað við byggingavísitölu. Hér er miðað við gjaldskrá janúar 2022.