Reykjanesbær býður nú til sölu sérstök Menningarkort Reykjanesbæjar sem auðvelda íbúum og gestum að njóta menningar á hagkvæmari máta en annars væri. 

Menningarkortið kostar kr. 3.000 og er til sölu á þeim þremur stöðum sem þau gilda inn á, í Duus Safnahúsum, Rokksafni Íslands og Bókasafni Reykjanesbæjar. Kortin gilda sem bókasafnskort og aðgöngumiðar að hinum söfnunum tveimur allt árið 2018.

 Aðgangseyrir í Duus Safnahús er kr. 1.000, í Rokksafn Íslands kr. 1.500 og árskort bókasafnsins kostar kr. 1.950 þannig að Menningarkortið gefur góðan afslátt.

Íbúar eru hvattir til að verða sér úti um menningarkort og fá þannig ókeypis aðgang að söfnunum út árið.