- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skólavegi 6.
Gjöf Iðnaðarmannafélags Suðurnesja til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á fimmtíu ára afmæli stofnunarinnar.
Verkið er eftir Erling Jónsson og er gefið til minningar um alla þá iðnaðarmenn sem fallnir eru frá og til að minna á að án iðnaðarmanna er ekki hægt að vera. Verkið var afhjúpað 18. nóvember 2004. Í hugleiðingu Konráðs Lúðvíkssonar, lækningaforstjóra HSS sem hann flutti í tilefni gjafarinnar segir m.a. “Heimstré Erlings Jónssonar tengist stofnun okkar á margan hátt. Hann kaus að skreyta greinar þess með þrastarpari sem bíður eftir að lífið birtist því úr innviðum fimm eggja sem snyrtilega eru lögð í fagurlega tilsniðið hreiður. Talan fimm er tákn þeirra skilningarvita sem dýrmætust eru manninum. Hreiðurgerðin og þessi sérstöku tengsl sem myndast milli fuglanna er skírskotun til þeirrar eftirvæntingar sem verðandi foreldrar á fæðingardeildinni finna fyrir. Krónan umvefur stofnunina og er tákn þess mannkærleika sem í stofnuninni á að ríkja, hér er upphafi lífs og hér endar fólkið lífið og hér eru allir einstaklingar jafnir.”
Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar