Fuglahúsið

Fuglahúsið

Ofan við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þegar viðbygging Fjölbrautaskóla Suðurnesja var byggð var efnt til samkeppni um útilistaverk við skólann. Verk Sigurðar Guðmundssonar var valið og var það sett upp 1994.

Dómnefndin lét hafa eftir sér að verkið væri formfagurt og aðlaðandi í annars sundurleitu umhverfi. Á palli er form sem minnir á haus og út úr þessu hausformi gengur yddaður blýantur úr bronsi en áfast við hnakkann er fuglahús úr bronsi. Höfundur segir verkið tengjast hlutverki skólans, fuglahúsið táknar einhvers konar anddyri eða byrjun en blýanturinn er tilvísun til framtíðarinnar og býr yfir skerpu sem er andstæða eða framtíð hins fiðraða unga, sem sagt nemandans.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar