Horft á heiminn í nýju ljósi

Horft á heiminn í nýju ljósi

Á túninu við Duustorg á milli Hafnargötu og Ægisgötu.

Verkið var sett upp á Barnahátíð í Reykjanesbæ 2010.

Það er gert úr fjórum litum af plexígleri og ryðfríu stáli. Hugmyndin er að börn og fullorðnir geti horft á umhverfið í gegnum litina: rauðan, gulan, grænan og bláan og séð hvernig það breytist. Verkið er eftir listamanninn Guðmund Rúnar Lúðvíksson en Reykjanesbær kostaði smíði og uppsetningu verksins sem var smíðað hjá Blikksmiðju Ágústar í Reykjanesbæ.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar