- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Víkingatorg, hringtorg á Víkingabraut.
Stækkuð eftirlíking af Kaldárhöfðasverðinu sem fannst í landi Kaldárhöfða við Úlfljótsvatn 20. maí árið 1946.
Sverðið er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands. Talið er að sverðið hafi verið í eigu höfðingja sem uppi var á 10. öld. Sverðið er af svokallaðri o-gerð, 91 cm að lengd og er talið vera frá 10. öld, engilsaxneskt að uppruna. Það hefur verið afar vandað og fallega skreytt. Verkið er um 7 m hátt og unnið úr graníti af listamanninum Stefáni Geir Karlssyni. Sverðið vísar á Víkingaheima við ströndina í Njarðvík, sem hýsir m.a. víkingaskipið Íslending. Það var afhjúpað árið 2005 af þáverandi menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Framkvæmdin var kostuð af Sparisjóðnum í Keflavík og Magnúsi Magnússyni frá Höskuldarkoti.
Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar