Við Krossmóa.

Krossinn í Ytri-Njarðvík var samkomuhús allra Suðurnesjamanna um tveggja áratuga skeið.

Ameríski Rauði krossinn fylgdi setuliðinu og ameríska hernum um allan heim og hafði ofan af fyrir strákum með heimþrá. Red Cross America reisti þetta hús sem skemmtistað  hermanna, líklega 1943,  þegar umsvif hersins jukust á Miðnesheiði og þannig var þetta hús rekið af Varnarliðinu. Frá þessu er greint m.a. í White Falcon og einnig íslenskum dagblöðum. Árið 1946 var setuliðið farið og þá keyptu Kvenfélag Njarðvíkur og UMFN staðinn og ráku hann áfram bæði sem mötuneyti og skemmtistað.  Fjárhagur beggja félaga styrktist mjög við þetta framtak og var Stapinn reistur fyrir ágóðann.