Sagnatröllin

Steintröll sem sjá má víða um bæinn.

Tröllin eru hugmynd Áka Gränz og eru liður í viðleitni hans til að halda til haga örnefnum og sögum tengdum svæðinu.

Í bæklingi eftir Áka segir að Íslendingar hafi alltaf verið miklir sagnamenn og hafi byrjað að skrifa bækur á 12. öld þar sem hin stórbrotna virka náttúra landsins kemur við sögu ásamt mikilli flóru örnefna og landsvættum, álfum og tröllum. Meðal tröllanna má telja Tyrkjavörðutröllin, Grænáskirkju,Nástrandartröllin, Stapatröllin, Frey og Freyju og Sýslumanninn og eru þau staðsett víða um bæinn m.a. við Ægisgötu, Flugvallarveg, við Víkingaheima og á Vogastapa.

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar