Símklefinn á Lundúnatorgi

Símklefinn á Lundúnatorgi

Lundúnatorg á mótum Hringbrautar og Þjóðbrautar.

Lundúnatorg er annað torgið í röð 5 torga í Reykjanesbæ sem saman mynda svokallaða Þjóðbraut.

Torgin verða öll tileinkuð 5 heimsborgum. Hugmyndin að baki Þjóðbrautarverkefninu er sú að Reykjanesbær sé nokkurs konar hlið eða andlit Íslands að umheiminum og ekki síður umheimsins að Íslandi og torgum prýddur vegurinn liggi eins og þjóðbraut út í hinn stóra heim. Þegar kom að því að velja verk á torgið var leitað eftir helstu kennileitum Lundúna. Þegar hugmyndin að rauða símklefanum, sem er svo einkennandi fyrir Lundúnir, leit dagsins ljós small verkið saman. Hugmyndin kom frá fyrirtækinu Kator sem sá um útfærslu á verkefninu.

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar