Skessuhellir

Skessuhellir

Grófin við smábátahöfnina.

Skessan eignaðist þetta heimili í september 2008.

Bæjarstjórinn bauðst til að reisa henni bústað hér eftir að hún kom sjómönnum til bjargar í ofsaveðri á Suðurnesjum. Hönnun og gerð hellisins og gerð Skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls. Í hann er notað efni úr nálægu umhverfi. Skessan er hugverk Herdísar Egilsdóttur sem ritað hefur fjölda bóka um Skessuna

Nánari upplýsingar um Skessuna má finna á vefsíðunni skessan.is og á Facebook síðu Skessunnar

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar