Súlueggið

Súlueggið

Reykjavíkurtorg er fyrsta torgið í röð hringtorga á svokallaðri Þjóðbraut, sem liggur frá Hafnargötu að Reykjanesbraut þar sem ein aðalinnkoma í bæinn er. Þarna á torginu er mikið vindálag og þótti því tilvalið að koma fyrir Marmarakúlu sem Reykjanesbær átti frá fyrri tíð. Saga kúlunnar er að fyrirtækið Kator flutti hana inn árið 2006 og stóð til að koma henni fyrir í anddyri á nýjum sameiginlegum höfuðstöðvum Hitaveitu Suðurnesja og Ráðhúss Reykjanesbæjar á Fitjum en aldrei varð úr því verkefni og Marmarakúlan endaði í porti Umhverfismiðstöðvar engum til gagns.

Eftir margra ára dvöl í portinu fékk umsjónaraðili Útilistaverka heimild til að koma kúlunni fyrir á Reykjavíkurtorgi og gefa þessu umhverfisverki nafn.