Uppspretta

Uppspretta

Vatnstankur í Vatnsholti.

Sumarið 2013 var gömlum vatnstanki í eigu bæjarins breytt í útilistaverk með aðstoð listhóps að nafni Toyistar. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur listhópur 28 félaga með varnarþing í Hollandi en þrír listamannanna voru íslenskir og bjuggu í Reykjanesbæ. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í listaverk og hefur unnið við svipuð verkefni víða. Nauðsynlegt var að gera ráðstafanir vegna tanksins hvort eð var, þar sem hann er staðsettur á útivistasvæði í bænum og var orðinn til mikillar óprýði. Þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi, umhverfinu unnið gagn um leið og búinn var til einstakur listgripur með alþjóðlega tilvísun. Tankurin nvar afhjúpaður á Ljósanótt 2013 og er algjörlega einstakt verk í íslenskum veruleika en um leið hluti af alþjóðlegri keðju umhverfislistaverka.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar