Aðventugarðurinn

Dagskrá Aðventugarðsins

Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ er opinn allar helgar í desember frá kl. 14 -17 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21. Garðurinn er dásamlegur staður til að taka inn jólaandann og þar geta íbúar og gestir átt saman notalegar stundir í aðdraganda jóla.

Alla laugardaga og sunnudaga er lifandi dagskrá í garðinum og hana má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan eða með því að fara inn á vefsíðuna Visitreykjanesbaer.is.

Aðventusvellið er einnig á sínum stað og þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Alltaf er opið á svellinu þegar opið er í Aðventugarðinum og á ýmsum öðrum tíma einnig. Upplýsingar um opnunartíma og bókanir eru á adventusvellid.is

Það er fjölbreytt jóladagskrá í boði í stofnunum Reykjanesbæjar og eru íbúar hvattir til að njóta alls þess sem boðið er upp á í bænum okkar á aðventunni. Alla dagskrá er að finna á vefsíðunni Visit Reykjanesbær