Opinn kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála verður haldinn í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 miðvikudaginn 15. janúar kl. 14:30-16:00.

Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem telja sig geta nýtt sjóðinn og hafa mögulega hug á að senda inn umsókn. Á fundinum verður sjóðurinn kynntur og umsóknarferlið skýrt.