Fluid Art -námskeið fyrir fullorðna

Föstudaginn 6.nóvember hefst Fluid Art námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fluid Art eða Acryl Pouring hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en þá er akrýl málningu blandað og dreift á sérstakan hátt sem svo skapar einstök munstur og áferð. 

Þórarinn Örn kennir námskeiðið en það er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Skrá mig!

 Námskeiðið fer fram á neðri hæð safnsins frá klukkan 09.30 til 12.30, eftirfarandi föstudaga:

  • 6. nóvember
  • 13. nóvember
  • 20. nóvember

 Vegna sóttvarna eru þátttakendur beðnir um að koma með og nota grímu á námskeiðinu og gæta hreinlætis.