Sólveig Guðmundsdóttir, Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi leiðir tímann.
Jóga Nidra
Jóga Nidra er ævaforn hugleiðsluaðferð og djúpslökunaraðferð sem hefur áhrif á líffræðilega ferla svefnsins. Það fer að mestu fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu en þó er líka hægt að sitja á stól ef þess þarf.
Jóga Nidra samanstendur af öndun og hugleiðsluæfingum og er farið markvisst í gegnum ákveðna ferla þar sem við erum leidd frá ytri athygli, í gegnum líkamann og inn á við inn í djúpa kyrrð og þögn. Jóga Nidra kallast líka jógískur svefn þar sem jógar hafa iðkað Nidra í gegnum tíðina.
Í hugleiðslunni breytist tíðni heilabylgjanna og verður eins og þegar við sofnum, allt niður í djúpsvefn. Nidra er þó ólíkt svefninum á þann hátt að við dveljum í vakandi vitund í þessu djúpa kyrrðarástandi.
Streita er orðið vaxandi vandamál í vestrænum heimi og við erum vön að vera stöðugt að og eigum því stundum erfitt með að gefa okkur tíma til að slaka á og njóta.