Þann 6. mars næstkomandi verða glæsilegir tónleikar í Hljómahöll þegar Unnur Birna & Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit koma í Reykjanesbæ. Það má með sanni segja að Unnur og Björn séu ansi stórir póstar í íslenku tónlistarlífi en þau spilað með ansi mörgum tónlistarmönnum hér heima og starfað mikið erlendis, Unnur t.d með Jethro Tull og Björn ferðast vítt og breitt í sínu eigin nafni, með Guitar Islandico og Robben Ford. Það má með sanni segja að þau séu leiðandi og standi fremst meðal jafningja á sínu sviði. Þau koma ekki ein en þeim til halds og traust er rhytmaparið Skúli Gíslason og Sigurgeir Skafti en þeir hafa verið að sanna sig sem betri spilarar landsins hvor í sínu fagi. Hljómsveitin var þá þungamiðjan á einstaklega vel heppnaðri Gítarhátíð Bjössa núna í nóvember síðastliðnum. Var það viðburður sem lengi verður í minnum hafður.
Þau hafa verið á miklu flugi síðasta árið og komið víða við. Hvar sem þau hafa komið hafa þau vakið sértaklega athygli fyrir einstaklega flotta og vandaða spilamennsku og eru margir farnir að telja til betri tónleikabanda landsins.
Nú um síðastliðina helgi spiluðu þau fyrir fullum húsum í Hörpu og hins vegar í Skyrgerðinni í Hveragerði. Hljómsveitin heldur sínu ferðalagi áfram í mars.
Unnur Birna Fiðla/söngur
Björn Thoroddsen Gítar
Skúli Gíslason Trommur
Sigurgeir Skafti Flosason.
Tónleikar hefjast klukkan 21:00 föstudaginn 6.mars í Hljómahöll, miðar inná tix.is