Ársskýrslur
Ársskýrslur

Allar ársskýrslur framkvæmdasviða Reykjanesbæjar eru nú aðgengilegar á vefnum okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ársskýrsla velferðarsviðs 2019

Árið 2019 hefur verið ár áframhaldandi þróunar og breytinga á velferðarsviði. Hjá Reykjanesbæ var unnið að nýrri stefnu fyrir árin 2020 – 2030, í krafti fjölbreytileikans, með nýjum gildum fyrir sveitarfélagið; virðing, eldmóð og framsækni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem tengjast stefnunni voru innleidd og nýtt stjórnskipulag Reykjanesbæjar tók gildi 1. september 2019. Á velferðarsviði var haldið áfram með endurskipulagningu innan sviðsins á grundvelli lagabreytingar frá 1. október 2018 og nýju stjórnskipulagi og nýrri stefnu Reykjanesbæjar. Allir þessir þættir höfðu áhrif á verklag og skipurit velferðarsviðs sem var einfaldað, verkefni straumlínulöguð og lögð áhersla á að mæta þjónustunotendum á einfaldan og aðgengilegan hátt með þarfir þeirra í huga og með áherslu á aukið notendasamráð...

Smella hér til að sjá ársskýrslu velferðarsviðs 2019

 Ársskýrsla umhverfissviðs 2019

Mikið var undir á öllum deildum Umhverfissviðs 2019 hvort sem það var byggingar- og skipulagsdeild, Eignaumsýslu eða Umhverfis- og framkvæmdarmálum. Töluverðar mannabreytingar voru á árinu og ber þar helst að nefna að okkar reyndasti maður Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur til margra ára hætti á árinu sökum aldurs. En á sama tíma kom inn öflugur liðsauki. Breyting var gerð á skipulagi sviðsins um mitt ár og því skipt upp í þrjár deildir; Byggingar- og skipulagsdeild, Eignaumsýsludeild og Umhverfisdeild. Deildarstjórar voru settir yfir hverja deild sem bera ábyrgð á ákveðnum hlutum starfseminnar...

Smella hér til a sjá ársskýrslu umhverfissviðs 2019

 Ársskýrsla Súlunnar 2019

Árið 2019 urðu breytingar á skipulagi stjórnsýslunnar í Reykjanesbæ þegar Súlan var sett á laggirnar. Með mótun Súlunnar voru ýmsar deildir sameinaðar undir einn hatt sem styrkja átti samverkandi áhrif þeirra með samvinnu milli deilda og vinnu þvert á svið stjórnsýslunnar. Þessar deildir voru atvinnuþróun, ferðamál, almannatengsl og menningarmál en þar heyra undir Hljómahöllin, Rokksafn Íslands, Bókasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar. Í októbermánuði voru verkefnastjóri atvinnuþróunar og verkefnastjóri almannatengsla fluttir frá ráðhúsi Reykjanesbæjar yfir í hús Gömlu búðar þar sem verkefnastjóri menningarmála hafði aðsetur. Þegar fram liðu stundir fékk verkefnastjóri ferðamála einnig aðsetur í Gömlu búð...

Smella hér til að sjá ársskýrslu Súlunnar 2019

 Ársskýrsla sviðsstjóra fræðslusviðs 2019

Í eftirfarandi ársskýrslu er stiklað á stóru yfir það helsta sem fram fór á fræðslusviðinu á árinu 2019 frá sjónarhóli sviðsstjóra og hvernig í grófum dráttum gekk að framfylgja starfsáætlun ársins. Ársskýrslu sviðsstjóra er ekki ætlað að gera innra starfi einstakra stofnana á fræðslusviði skil, en þess má þó geta að árið var afar viðburðaríkt á fræðslusviðinu. Þá skal það einnig tekið fram að engar lykiltölur birtast í ársskýrslunni, en fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér þær er bent á starfsáætlun sviðsins á vef Reykjanesbæjar...

Smella hér til að sjá ársskýrslu sviðsstjóra fræðslusviðs 2019

 Ársskýrsla skrifstofu stjórnsýslu 2019

Árið 2019 var viðburðarríkt ár hjá skrifstofu stjórnsýslu. Árið einkenndist af breytingum, en eins og sjá má hér að framan voru gerðar miklar skipulagsbreytingar á skrifstofu stjórnsýslu. Breytingarnar gerðu það að verkum að stórir málaflokkar, sem áður höfðu verið innan sömu deildar/sviðs, tilheyra nú Súlunni í stað skrifstofu stjórnsýslu...

 

Smella hér til að sjá ársskýrslu skrifstofu stjórnsýslu 2019

Ársskýrsla fjármálaskrifstofa stjórnsýslusvið 2019

Meginhlutverk fjármálaskrifstofu er að annast fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana hans, söfnun, vinnslu og dreifingu upplýsinga fyrir stofnanir bæjarins, sviðsstjóra, forstöðumanna, deildarstjóra, bæjarfulltrúa og bæjarbúa. Skrifstofan hefur yfirumsjón með og stýrir vinnu við fjárhagsáætlun, sér um eftirfylgni og frávikagreiningu frá fjárhagsáætlun, ásamt kostnaðargreiningu. Starfsmenn skrifstofunnar sinna mánaðarlegu uppgjöri til bæjarráðs, árshlutauppgjörum og gerð ársreiknings. Einnig sér sviðið um að veita ráðum, þ.m.t. bæjarráði ráðgjöf, greiningu og upplýsingar varðandi það sem snýr að fjárhagslegum þáttum þeirra mála sem eru til meðferðar. Einnig veita 4 starfsmenn ráðgjöf og þjónustu til stofnana bæjarins varðandi það sem snýr að fjármálum og rekstri. Skrifstofan hefur yfirumsjón með fjárreiðum, skuldabréfum, greiðslu reikninga og innheimtu, álagningu fasteignagjalda sem og annarra gjalda...

Smella hér til að sjá ársskýrslu fjármálaskrifstofa 2019