- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær óskar eftir viðræðum við áhugasama aðila (matráð eða matreiðslumann) um rekstur fullbúins framleiðslueldhúss og veitingasalar í þjónustumiðstöðinni, Njarðarvöllum 2 í Reykjanesbæ (Nesvöllum).
Verkefnið snýst um að framleiða hádegismat fyrir aðra en íbúa hjúkrunarheimilanna.
Í dag samanstendur hópur viðskiptavina af eldri íbúum Reykjanesbæjar, sem fá heimsendan mat 7 daga vikunnar, en 5 daga vikunnar eru það skjólstæðingar dagdvalar, starfsfólk og aðrir viðskiptavinir sem koma í þjónustumiðstöðina í hádeginu.
Mögulega er hægt að fjölga í hópi viðskiptavina ef áhugi er fyrir hendi.
Frekari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, netfang; baejarstjori@reykjanesbaer.is
Áhugasemir aðilar sendi umsóknir á innkaupastjori@reykjanesbaer.is fyrir 10. nóv. nk.
Kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim. og kl. 9:00-15:00 fös