Fasteignaskattur: endurreikningur afsláttar

Reykjanesbær veitir afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, sjá nánar

Þennan tekjutengda afslátt þarf ekki að sækja sérstaklega um heldur er afsláttur reiknaður skv. gögnum frá skattstjóra í janúar og í júní ár hvert. Búið er að endurreikna afslátt m.v. heildartekjur 2024 og senda breytingaseðla inn á island.is.

Ef breyting verður á afslætti mun sú breyting deilast á þá gjalddaga sem eftir eru, þ.e. júlí-nóvember 2025, hvort sem um hækkun eða lækkun er að ræða.