- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Íbúar Reykjanesbæjar eru margir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í að skreyta heimili sín á aðventunni. Einnig eru fjölmörg fyrirtæki og verslanir sem leggja sig fram við að lýsa bæinn upp með fallegum jólagluggum og utanhússkreytingum.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á þessum framtaki íbúa og fyrirtækja, sýna þeim þakklæti og stuðla að lifandi og hlýlegu mannlífi í bænum í skammdeginu.
Þess vegna blásum við til lauflétts jólaleiks þar sem íbúar geta tilnefnt jólahús og jólafyrirtæki/jólaverslun Reykjanesbæjar 2025.
Svona tekur þú þátt
Ef þú rekst á sérstaklega fallegt jólaskreytt hús eða fyrirtæki:
Tekið er við tilnefningum til og með 16. desember.
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar fer yfir innsendar tillögur og velur sigurvegara.
Afhending viðurkenninga fer fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu, þar sem vinningshafar hljóta viðurkenningar og vinninga í boði Reykjanesbæjar og Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ, sem styrkir verkefnið með gjafabréfum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)