Ný strætóskýli tekin í notkun á Ásbrú

Ný og glæsileg strætóskýli hafa verið sett upp á Ásbrú og núna á föstudaginn 6. júní verða þau tekin í notkun. Markmiðið með uppsetningu nýju skýlanna er að bæta aðstöðu fyrir þá sem nýta sér almenningssamgöngur, tryggja aukið skjól og öryggi fyrir farþega, og þá sérstaklega skólabörn sem ferðast daglega með strætó og gera biðina þægilegri eftir strætisvagni. 

Föstudaginn 6. júní verða skýlin formlega tekin í notkun og þá munu strætóskýlin við Grænásbraut og Bogabraut sameinast í eina stoppistöð sem ber nafnið Grænásbraut. 

Þessi þróun er liður í áframhaldandi viðleitni Reykjanesbæjar til að bæta þjónustu við íbúa sína og skapa þægilegra og öruggara umhverfi fyrir alla þá sem ferðast með strætisvögnum í bænum.