Upplýsingar frá Vegagerðinni
Vegagerðin hefur kynnt breytingar á leiðakerfi landsbyggðarvagna sem taka gildi 1. janúar 2026. Breytingarnar snerta meðal annars ferðir til og frá Reykjanesbæ.
Helstu breytingar á Suðurnesjum
Nýjar akstursleiðir sem tengjast Reykjanesbæ :
- 55 – KEF flugvöllur – Höfuðborgarsvæðið
- 87 – Vogar – Miðstöð Reykjanesbæjar
- 89 – Garður – Sandgerði – Miðstöð Reykjanesbæjar
Breytingarnar fela meðal annars í sér:
- Leið 89 ekur nú upp að Keflavíkurflugvelli.
- Leið 55 tengist innanbæjarkerfi Reykjanesbæjar í Miðstöð.
- Leið 55 verður skilvirkari tenging milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins, með betra samspili við tímatöflur innanbæjar.
- Góð tenging við höfuðborgarvagna t.d. í Hafnarfirði, Garðabæ og á Miklubraut, þar sem tíðni er allt að á 10 mínútna fresti.
- Auðveldara verður að ferðast með reiðhjól í tengslum við tímasetningar á leið 55.
Af hverju eru breytingarnar gerðar?
- Núverandi leiðakerfi er 13 ára gamalt og hefur ekki fylgt uppbyggingu og breyttu byggðamynstri.
- Nýtt kerfi byggir á núverandi grunni en er endurhannað til að bæta þjónustu og samræmi milli landshluta.
- Breytingarnar styðja stefnu stjórnvalda um betri almenningssamgöngur og tengingu milli sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar
Öll uppfærð leiðakerfi og tímatöflur verða aðgengileg á www.straeto.is.
