Reykjanesbær hættir að taka við reikningum á pappír

Reykjanesbær og tengd félög munu frá og með 1. janúar 2026 eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi frá birgjum vegna vöru og þjónustu.

Opnuð hefur verið gátt á vef Reykjanesbæjar, þar sem þeir viðskiptavinir, sem ekki geta sent rafræna reikninga úr sínum bókhaldskerfum geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og sent inn reikninga rafrænt í gegnum þá gátt.

Reikningagáttina má finna efst í hægra horni á forsíðu, www.reykjanesbaer.is.

Kostir rafrænna reikninga eru ótvíræðir, þeir tryggja hraðari móttöku, rétta skráningu og bókun reikninga sem aftur tryggir réttar greiðslur á réttum tíma.

Fyrirspurnum er varða reikninga skal beina til bokhald@reykjanesbaer.is