Sjómannamessa verður haldin á vegum Keflavíkurkirkju á sjómannadaginn 1. júní kl. 11:00 í Bíósal Duus safnahúsa.
Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. Kaffi og nýsteiktar kleinur í boði Duus safnahúsa og Keflavíkurkirkju. Að athöfn lokinni gefst gestum kostur á að skoða bátalíkön Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsi auk annarra sýninga í húsunum.
Allir sjómenn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin við messuna.
