Tilkynning vegna strætókorta 2026

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur því miður orðið seinkun á útgáfu strætókorta fyrir árið 2026.

Til að koma til móts við farþega munu strætókort fyrir árið 2025 gilda út janúarmánuð.
Strætókort 2026 verða komin á alla sölustaði 26. janúar.

Reykjanesbær biður íbúa velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þakkar kærlega fyrir skilning og þolinmæði.