Umhverfisvaktin 30. júní-6. júlí

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.

Framkvæmdir við Myllubakkaskóla, Norðurtún lokað.
Norðurtún verður lokað mánudaginn 30. júní vegna framkvæmda við Myllubakkaskóla. Verið er að hífa gólfplötur á nýbyggingu og verður kraninn staðsettur á Norðurtúni. Lokunin stendur frá kl 09:00 og fram eftir degi.



Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar.