- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Jólaljósin á jólatré Aðventugarðsins voru tendruð í gær að viðstöddum miklum fjölda gesta sem tóku þátt í Aðventuljósagöngu með Bjúgnakræki og Grýlu gömlu.
Nú verður opið í garðinum allar helgar til jóla frá kl. 14-17 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21. Því er ómissandi að líta við og taka inn anda jólanna, taka þátt í skemmtilegri dagskrá, smella sér í ratleik, ylja sér með heitu kakói og öðru góðgæti og gera góð kaup í jólakofunum. Þá er líka um að gera að bregða undir sig betri fætinum og skella sér á skauta undir tindrandi ljósum á Aðventusvellinu.
Allar upplýsingar um dagskrá er að finna hér!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)