Umsóknir um húsaleigubætur þarf að endurnýja um hver áramót.
Umsóknin þarf að hafa borist Þjónustuveri Reykjanesbæjar eigi síðar en 16. janúar 2011.
Sótt er um á Mitt Reykjanes.is Þeir sem ekki hafa lykilorð geta hringt á bæjarskrifstofurnar í síma 421 6700 eða sent póst á mittreykjanes@reykjanesbaer.is.
Hægt er að velja um að fá lykilorðið sent í pósti eða netbanka.
Með umsókninni þarf að skila inn upplýsingum um:
• Staðgreiðsluyfirlit þar sem fram koma heildartekjur ársins 2010, (Hægt að nálgast yfirlit á skattur.is undir þjónusta í boði).
• launaseðlum síðustu þriggja mánaða,
• yfirliti frá Tryggingarstofnun, lífeyrissjóðum, vinnumálastofnun og önnur gögn er varða laun.
• Skila þarf inn skattframtali fyrir árið 2010 hafi því ekki þegar verið skilað inn.
• Endurnýja þarf húsaleigusamning ef hann er ekki í fullu gildi,
Umsækjendur eru hvattir til að skila inn umbeðnum gögnum rafrænt ef kostur er á því. Umsókn er ekki afgreidd ef ofangreind gögn berast ekki með umsókn.
Vakin skal athygli á að, Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar er heimilt að fella niður greiðslur bóta, stöðva bótagreiðslur eða greiða bætur beint til leigusala, og þá með samþykki leigjanda, ef félagsþjónustan fær vitneskju um leiguvanskil leigjanda. Ef vanskil eru tveir mánuðir eða lengur falla bætur niður. Bótaréttur myndast á ný þegar umsóknaraðili sýnir fram á greiðslukvittanir vegna leigu.
Ef ekki verður búið að endurnýja umsóknina ásamt fullnægjandi gögnum eða hafa samband fyrir 16. janúar nk. falla húsaleigubætur niður.
Umsóknum er skilað rafrænt í gegnum mittreykjanes.is.