- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þessari spurningu hefur starfsfólk í Ráðhúsi Reykjanesbæjar verið að velta fyrir sér að undanförnu, auk þess sem nokkur fjöldi fólks á Facebook hefur tjáð sig um þetta. Þar virðist sitt sýnast hverjum og af ýmsum ástæðum. Því var ákveðið að leita svara hjá Vísindavefnum og nú er svarið komið.
Í svarinu kemur m.a. fram að áður fyrr hafi verið gerður skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Í ritinu Landið þitt-Ísland kemur fram að nafnið Suðurnes sé upphaflega komið frá vermönnum, helst Norðlendingum og hafi verið notað um Rosmhvalanes, Álftanes og Seltjarnarnes til aðgreiningar frá Akranesi og Kjalarnesi. Í ritinu kemur einnig fram að talið er að Þorvaldur Thoroddsen hafi fyrstur nefnt svæðið suðvestan Hafnarfjarðar Reykjanesskaga.
Á fyrri hluta 20. aldar taldist nafnið Suðurnes ná frá Vatnsleysuströnd að Garðskaga og þaðan alla leið til Krísuvíkur. Síðan hefur þessi notkun fest sig í sessi.
Það má því segja að fyrr á tímum hafi verið gerður skýr greinarmunur á Reykjanesi og Suðurnesjum þar sem það fyrrnefnda var „hællinn“ á skaganum en það síðarnefnda „táin", en í dag sé nokkurn veginn um sama svæði að ræða.
Niðurstaðan er sem sagt sú að í tímans rás hafa bæði þessi nöfn náð fótfestu á svipuðu svæði, en af ólíkum sögulegum ástæðum.
Við Reyknesingar í ráðhúsi Reykjanesbæjar þökkum Vísindavefnum fyrir greinargóð svör.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös