- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Samkvæmt byggingarreglugerð (kafla 15.2.2) skal þessari áætlun skilað vegna eftirfarandi framkvæmda:
Eyðublaðinu skal skilað samhliða umsókn um byggingarleyfi, en um er að ræða fylgiskjal þar sem magn úrgangs í hverjum flokki fyrir sig er áætlað og að lokinni framkvæmd er rauntölum skilað inn. Með þessu er verið að auka meðvitund um þann úrgang sem myndast á framkvæmdatíma, leggja áherslu á mikilvægi þess að endurnýta allt sem hægt er og að allur úrgangur sem fellur til sé rétt flokkaður. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er sérstök áhersla lögð á að draga úr umhverfisáhrifum byggingariðnaðarins en samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá Umhverfisstofnun er úrgangur frá mannvirkjagerð stærsti úrgangsstraumurinn hér á landi. Það er því til mikils að vinna með því að hækka endurnýtingarhlutfallið á þeim straumum sem falla til á framkvæmdatíma.
Áætlun þessi er aðgengileg á vef Reykjanesbæjar undir „Umsóknir og eyðublöð“ eða á með því að smella hér.
Ítarlegar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs má finna á vef Grænni byggðar með því að smella hér. Fyrir áhugasama má svo finna markmið og aðgerðir til að draga úr losun í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 með því að smella hér.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)