Upplýsingar varðandi Covid-19
Upplýsingar varðandi Covid-19

Skylt er að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi er skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú. Með notkun hraðprófa er heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. 

Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí sl. hafa tæplega 7.300 greinst með COVID-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús (2,2%), 33 á gjörgæsludeild, 17 hafa þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Sóttvarnalæknir telur hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40-50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu.

Aðgerðirnar í hnotskurn:

Skylt er að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tók í gildi frá og með 6. nóvember).

 • Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun.
 • Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum.
 • Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu.

Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).


Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19 

(Uppfært 2. desember 2021)

Grímuskylda, samkomutakmarkanir o.s.frv.:

 • Sömu reglur og gilda um þá sem ekki hafa fengið COVID-19

2. Bólusetningar:

 • Mælt með bólusetningu gegn COVID-19: Já, fyrir 12 ára og eldri - þó ekki fyrr en 3 mánuðum eftir staðfest smit til að bólusetning veiti sem besta langtímavörn.
 • Ráðleggingar varðandi örvunarskammt:
   • COVID-19 smit og bólusett eftir veikindi: , 6 mánuðum eftir grunnbólusetningu.
   • Fullbólusett fyrir COVID-19 smit: , 6 mánuðum eftir COVID-19 smit.

Ath! 70 ára og eldri eða ónæmisbældir einstaklingar 12─69 ára: Mælt með örvunarskammti eftir 3 mán. frekar en 6 mán.

3. Ferðalög: Ath! ferðamaður þarf að hafa vottorð um staðfesta fyrri sýkingu (jákvætt PCR) eða mótefnamælingu til að eftirfarandi eigi við. Ef hraðgreiningarpróf var notað til að greina COVID-19 smit (erlendis) ræður bólusetningarstaða ein aðgerðum á landamærum .

 • Ef með mótefnavottorð eða > 180 dagar eru frá staðfestri sýkingu (jákvæðu PCR) við upphaf ferðar:
   • Ferðamenn án tengsla við Ísland: Vottorð um neikvætt COVID-19-próf gert af fagaðila innan 72 klst. fyrir upphaf ferðar til Íslands: Nauðsynlegt.
   • Ferðamenn með tengsl við Ísland: Sýnataka innan tveggja daga frá komu: Nauðsynleg.
 • 14─180 dagar frá greiningu COVID-19 smits staðfest með PCR:
   • Ferðamenn án tengsla við Ísland: Vottorð um neikvætt COVID-19-próf innan 72 klst. fyrir upphaf ferðar til Íslands ekki nauðsynlegt.
   • Ferðamenn með tengsl við Ísland: Sýnataka innan tveggja daga frá komu ekki nauðsynleg.
   • Sjá sérstakar reglur um ferðamenn frá ákveðnum hááhættusvæðum .

4. Þörf fyrir sýnatöku ef einkenni koma fram sem líkjast COVID-19: Já, PCR.

5. Þörf fyrir sóttkví eftir útsetningu skv. rakningu:

   • >6 mán. frá fyrra smiti:

6. Þörf fyrir einangrun ef endursmit að mati COVID göngudeildar:

 

Grunnskólar Í Reykjanesbæ – skipulag frá 15. nóvember

Frá mánudeginum 15. nóvember er grunnskólastarfið með eftirfarandi hætti. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi.

Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum:

 • Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni, göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð
 • Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila
  • Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snertingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum. Enn fremur eru nemendur í 1. til 4. bekk undanþegin 1 metra reglunni
  • Þá er heimilt að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið.
 • Nemendur í 1. – 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu
 • Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun
  • Starfsfólki er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum
 • Blöndun milli hópa er heimil
 • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.

Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.

 

COVID-19 Sóttkví og einangrun - reglur um stytttri tíma

Sóttvarnalæknir hefur lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 og er niðurstaðan sú að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1100/2021 þessa efnis, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í 14 daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun.

Reglugerðinni sem birt er hér að neðan fylgja leiðbeiningar sóttvarnalæknis fyrir almenning varðandi heimasóttkví og leiðbeiningar varðandi einangrun í heimahúsi.