Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og samstæðu betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Ráðhús Reykjanesbæjar
Ráðhús Reykjanesbæjar

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2016 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag. Samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta Reykjanesbæjar á árinu 2016 námu rekstrartekjur sveitarfélagsins 19.205,8 milljónum króna. Rekstrartekjur bæjarsjóðs A-hluta námu 12.647,4 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld samstæðu A og B hluta veitarfélagsins námu 6.586,6 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld A-hluta bæjarsjóðs námu 5.353,1 milljónum króna. Meðaltal stöðugilda samstæðu A og B hluta var 813 og meðaltal stöðugilda A-hluta 718.

Veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvætt um 1.759,1 milljónir króna en að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða jákvæð um 48,9 milljónir króna. Veltufé frá rekstri samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4.225,9 milljónum króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 126,6 milljónir króna.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta er 208,5% og hefur lækkað úr 230,53% frá árinu 2015. Skuldaviðmið A-hluta bæjarsjóðs er 166,8% og hefur lækkað úr 191,23% frá árinu 2015.

Íbúafjöldi Reykjanesbæjar í lok árs 2016 var 16.359 og fjölgaði um 7,4% frá fyrra ári.

Bæjarsjóður (A-hluti)

Bæjarsjóður, sem sinnir öllum almennum rekstri bæjarins, skilar jákvæðu veltufé frá rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 1.759,1 milljónir króna, sem er 13,91% af tekjum. Eftir afskriftir er veltufé frá rekstri 1.370,9 milljónir króna eða 10,84% af tekjum. Eftir fjármagnsliði, reikningshaldslegar afskriftir og óvenjulega liði er rekstrarniðurstaða jákvæð um 48,9 milljónir króna en viðaukaáætlun gerði ráð fyrir 486,7 milljóna króna rekstrarhalla á bæjarsjóði.

Eignir bæjarsjóðs eru bókfærðar á 26.606,5 milljónir króna. Þar af eru veltufjármunir 3.092,5 milljónir króna. Skuldir bæjarsjóðs með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru 23.502,4 milljónir króna, þar af eru skammtímaskuldir 2.422,5 milljónir króna.

Vaxtaberandi langtímaskuldir A-hluta bæjarsjóðs við lánastofnanir eru 1.921,5 milljónir króna og heildar leiguskuldbindingar eru um 14.169,9 milljónir króna.

Í sjóðsstreymi sést að hreint veltufé frá rekstri er 1.721,6 milljónir króna en handbært fé frá rekstri er jákvætt um 1.219,1 milljónir króna.

Veltufjárhlutfall er 1,28 og hækkar úr 0,67 frá árinu 2015.

Bókfært eigið fé hjá A-hluta bæjarsjóðs er 3.104,1 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs hækkar á milli ára úr 10,1% í 11,67%.

Skuldaviðmið er 166,8% og skuldahlutfall er 185,83%

Samstæða (A og B hluti)

Samstæða A og B-hluta skilar jákvæðu veltufé frá rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 4.225,9 milljónir króna sem er 22,0% af tekjum. Eftir afskriftir er jákvætt veltufé frá rekstri um 3.040 milljónir króna sem er 15,83% af tekjum. Eftir fjármagnsliði, reikningshaldslegar afskriftir og óvenjulega liði er rekstrarniðurstaða jákvæð um 126,6 milljónir króna en viðaukaáætlun gerði ráð fyrir 73,9 milljóna króna rekstrarafgangi samstæðu A og B hluta.

Eignir samstæðu eru bókfærðar á 51.934,7 milljónir króna, þar af eru veltufjármunir 6.146,6 milljónir króna. Skuldir samstæðu með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru 44.536,9 milljónir króna, þar af eru skammtímaskuldir 5.926,7 milljónir króna.

Vaxtaberandi langtímaskuldir samstæðu við lánastofnanir eru 17.065,6 milljónir króna og heildar leiguskuldbindingar eru 13.961,6 milljónir króna.

Í sjóðsstreymi sést að hreint veltufé frá rekstri er 2.830,6 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er 2.996,7 milljónir króna.

Veltufjárhlutfall er 1,04 og hækkar úr 0,96 frá árinu 2015.

Bókfært eigið fé hjá samstæðu með hlutdeild minnihluta er 7.397,8 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðu hækkar á milli ára úr 12,92% 14,24%.

Skuldaviðmið samstæðu er 208,5% og skuldahlutfall er 231,89%.

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2016 - fyrri umræða í bæjarstjórn 18. apríl 2017