Aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018-2023

Með auglýsingu og birtingu aðgerðaáætlunar gegn hávaða 2018-2023 gefur Reykjanesbær bæjarbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir við áætlunina. Lokadagur til að skila inn athugasemdum er til 25. ágúst 2019. Senda skal athugasemdir á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.

Hér má nálgast Aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018-2023

Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EB) var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Hér má nálgast reglugerðina. Samkvæmt reglugerðinni skal m.a. kortleggja hávaða við flugvelli með meira en 50.000 flughreyfingar á ári og hávaða frá stórum vegum með ársdagsumferð yfir 8.000 ökutæki. Komi í ljós við kortlagningu að hávaði er yfir umhverfismörkum skall vinna aðgerðaráætlun með það að markmiði að draga úr hávaða.

Árið 2017 var hávaði frá Reykjanesbraut og Keflavíkurflugvelli kortlagður af Eflu verkfræðistofu, fyrir hönd Vegagerðarinnar og Isavia, í samræmi við framangreinda reglugerð. Greinargerð ásamt hljóðkorti var í framhaldi skilað til Umhverfisstofnunar 

Með því að smella hér opnast greinargerðin og hér má nálgast hávaðakort

Þar kemur fram að hávaði frá flugvellinum er alls staðar innan lögbundinna umhverfismarka en á nokkrum afmörkuðum svæðum er hann farinn að nálgast viðmiðunarmörk og því þátti rétt að ráðast í gerð þessarar aðgerðaráætlunar. Hún er unnin fyrir Reykjanesbæ, Isavia og Vegagerðina.

Í aðgerðaáætlun eru nefndar nokkrar leiðir sem eru færar til að draga úr hávaða:

  • umferðaskipulag (t.d. minnka umferðarmagn, lækka umferðarhraða, lækka hlutfall þungra ökutækja t.d. að nóttu til, velja hljóðlátt malbik o.fl.)
  • skipulag og stýring flugumferðar eftir tíma dags.
  • skipulag landnotkunar (t.d. færa hávaðasama starfsemi, ekki skipuleggja viðkvæma byggð næst stórum vegum og flugvöllum o.fl.).
  • stuðla að umverfisvænni ferðamátum.
  • skilgreina kyrrlát svæði.
  • val á hljóðlátari uppsprettu (t.d. hljóðlátari iðnaður eða iðnaðarsvæði breytt í athafnasvæði með verslunar- og skrifstofuhúsnæði).
  • aðgerðir eða hvatar sem byggja á reglum eða hagrænum atriðum (t.d. sektir fyrir hávaðamengun / styrkir fyrir hljóðeinangrandi aðgerðum).