Deilisskipulagsbreyting: Hafnargata 12

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12, Reykjanesbæ

Deiliskipulagssvæðið er lóðin Hafnargata 12 (SBK-lóðin). Fjarlægja á núverandi byggingar og byggja 3.ja hæða íbúðablokk með 77. íbúðum og bílastæðakjallara. Skv. gildandi aðalskipulagi er þetta íbúðasvæði.

Tillaga ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 22. desember 2016 til 2.febrúar 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. febrúar 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is.

Reykjanesbæ, 22.desember 2016.
Skipulagsfulltrúi

Deiliskipulagstillaga

Kynning á opnum fundi í Bíósal 27. janúar 2017

Stutt upptaka frá kynningarfundi