- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og uppeldisnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um námskeiðin.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fjalla um leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði. Markmiðið er að ýta undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðin hafa verið haldin um árabil með góðum árangri. Námskeiðið er sérstaklega þróað fyrir foreldra barna á Íslandi, þar sem stuðst er við viðurkennd fræði og gagnreyndar aðferðir. Höfundar námskeiðsins eru Gyða Haraldsdóttir, doktor í sálfræði og Lone Jensen, þroskaþjálfi.
Við hvetjum þig til að nýta þér þetta frábæra tækifæri til að efla þig í foreldrahlutverkinu.
Ýmist hefur verið boðið upp á stað- eða fjarnámskeið. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir sem dreifist yfirleitt á fjórar vikur. Kennt er einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn.
Næstu námskeið verða;
Staðnámskeið verður kennt dagana 20. september, 27. september, 4. október og 11. október í Ráðhúsi Reykjanesbæjar frá klukkan 16.30 - 18.30
Vefnámskeið verður kennt dagana 19. september, 26. september, 3. október og 10. október frá klukkan 19.30 - 21.30. Kennt verður í gegnum fjarfundarlausn.
Báðir foreldrar eru hvattir til að sitja námskeiðið. Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af Reykjanesbæ. Námskeiðsgjald á fjölskyldu er 10.000 kr. og
námskeiðsgögn eru innifalin.
Skólaþjónusta býður uppá námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 4 til 12 ára með kvíða. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðiðin að aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin miða að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til þess að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og eru kennd af sálfræðingum skólaþjónustu. Vonast er til að með námskeiðunum verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir.
Við skráningu eru foreldrar beðnir um að svara spurningarlista um stöðu barnsins, sem er nýttur til að meta hvaða námskeið hentar barni og foreldrum best.
Frekari upplýsingar um skráningu, námskeiðsgjald og tímasetningar fyrir næsta námskeið verða birt síðar.
Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á líf barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að komi upp. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.
Námskeiðið hentar jafnt foreldrum barna sem hafa staðfesta ADHD greiningu sem og börnum þar sem grunur er um hamlandi einkenni ADHD. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5 - 12 ára, sem hafa ekki margar eða flóknar fylgiraskanir.
Næsta námskeið er áætlað um haustið 2023.
Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu. Námskeiðskostnaður er 12.500 krónur og verður sendur reikningur í heimabanka við upphaf námskeiðs.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös