Tillaga að deiliskipulagi - Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 18. júní 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur Reykjanesbæ skv. 1. mgr.  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag felst í auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða við Hafnargötu, nýrri vegtengingu við Skólaveg og innkeyrsla verður frá Hafnargötu. Heimild fyrir viðbyggingum við hús við Suðurgötu og Vatnsnesveg, bílastæðum á lóðum, auknu byggingamagni og fjölgun íbúða. Heimild verður til uppskiptingar á lóðum við Suðurgötu. Lóðamörk breytast þannig að nokkrar lóðir stækka yfir bæjarland.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júlí 2019 til 22. ágúst 2019.

Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. ágúst 2019.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbæ, 26. júní 2019.

Skipulagsfulltrúi

Fylgigögn

Tillaga að deiliskipulagi - Hafnargata, Suðurgata, Skólavegur og Vatnsnesvegur