Sveitarstjórnarkosningar 2018

Sveitarstjórnarkosningar 2018 fara fram laugardaginn 26. maí.

Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir:

Skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33, Keflavík:

alla virka daga frá 3. apríl til 30. apríl frá kl. 08:30-15:00
alla virka daga frá 2. maí til 25. maí frá kl. 08:30-19:00
laugardagana 5., 12., 19. og 26. maí frá kl. 10:00-14:00

Útibúi embættisins Víkurbraut 25, Grindavík:

alla virka daga frá 3. apríl til 18. maí frá kl. 08:30-13:00
dagana 22. maí til 25. maí frá kl. 08:30-18:00

Lokað verður hátíðadagana 19. apríl, 1. maí, 10. maí og 21. maí.

Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.

Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í FS í stofu 221. Netfang hennar er yfirkjorstjorn@reykjanesbaer.is og símanúmer 894-6700.