Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar verða laugardaginn 1. júní 2024.

Kjörstaður í Reykjanesbæ verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Reykjanesbæ verður skipt í 9 kjördeildir og kjósendur geta séð í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa með því að smella hér og slá inn kennitölu sína. Götum bæjarins er skipt á kjördeildir og fólk með sama heimilisfang kýs því í sömu kjördeild.

Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað. Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna hér.

Listi yfir kjördeildir miðað við skráð lögheimili


Tengdar fréttir