Forsetakosningar - Laugardaginn 1.júní 2024

Þann 1. Júní 2024 fara fram forsetakosningar á Íslandi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér í hvaða kjördeild þeir eru skráðir, sjá hér.

Í Reykjanesbæ verður kosið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Kjörstaður mun opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Starfræn ökuskírteini eru gild skilríki við kosningar. Til þess að sannreyna þau eru þau skönnuð á kjörstað. Á vef island.is má sjá leiðbeiningar um hvernig stafræn ökuskírteini eru uppfærð.

Aðgengismál:

  • Hjólastólar verða á staðnum
  • Kjósendur geta óskað eftir vasa með blindraletri utan um kjörseðilinn sinn.

Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221, s. 420 4515.

Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar