339. fundur

24.11.2022 09:15

339. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn í fjarfundi 24. nóvember 2022, kl. 09:15

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Hannes Friðriksson vinnueftirlitið, Sigurður Skarphéðinsson Brunavarnir Suðurnesja og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari

1. Brekadalur 68 (2022110049)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi L233012 mhl01 með sex íbúðum á tveim hæðum sbr. aðaluppdráttum i62 ehf dags.20.10.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Bergvegur 12 (2022110285)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílgeymslu sunnan við núverandi aldursfriðað hús sbr. aðaluppdráttum frá GLÓRU teikistofu dags.08.11.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3. Akurbraut 15 (2021110578)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að fjarðlægja núverandi bílgeymslu og byggja nýja sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf verkfræðistofu dags. 01.11.2021. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt erindið og grenndarkynningu er lokið.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Hafnargata 23 - 230 (2022110326)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum á núverandi atvinnuhúsnæði sbr. aðaluppdráttum W7 slf teiknistofu dags.04.11.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5. Valhallarbraut 873A (2022110148)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I, niðurrif.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Klettatröð 3 (2022110314)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 1 stk 20 feta gámi, meðfylgjandi er samþykki eiganda og mynd frá fyrra stöðuleyfi, gámurinn er með sömu staðsetningu.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi veitt í eitt ár.

7. Vatnsnesvegur 12-14 (2022050030)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir verönd og gangi við framhlið eignarinnar sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags. 02.05.2022. Erindi var tekið fyrir hjá Umhverfis- og skipulagsráði 20. maí sl. og grenndarkynningu lokið, skipulagsbreyting samþykkt.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Flugvellir 31 (2022100456)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði sbr.aðaluppdráttum Smára Björnssonar dags. 01.09.2022 nr.2
Erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:28