343.fundur

09.02.2023 08:30

343. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn í fjarfundi 09. febrúar 2023, kl.08:30

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Dísardalur 2 mhl. 01 (2023010635)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með sex íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 25.01.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Dísardalur 4 (2023010636)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tveimur tvílyftum fjölbýlishúsum með tveim íbúðum hvor sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 26.01.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Jötundalur 9 mhl. 05 (2023020066)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með 13. íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags.23.01.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Kliftröð 2 (2023010621)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dagsett 23.01.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Flugvellir 23 (2022090145)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði sbr. aðaluppdráttum JeES arkitektum dags. 01.09.2022. Erindið var áður á dagskrá 22.09.2022, þá vísað til skipulagsráðs. Grenndarkynningu lauk 01.12.2022, skipulagsbreyting samþykkt.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Klettatröð 5 (2023010652)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir einum 40 feta gámi, meðfylgjandi er mynd að staðsetningu og samþykki eiganda.
Stöðuleyfi til eins árs samþykkt.

7. Njarðarbraut 5 (2020060527)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölgun rýma úr 52 í 56 sbr. aðaluppdráttum frá KRark dags.10.09.2019, uppfærðum 09.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Gónhóll 27 (2020060527)

Tilkynnt er um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undarnþegna byggingarheimild og -leyfis. Óskað er leyfis til að breyta gluggum á bakhlið eignarinnar. Meðfylgjandi eru gögn sem sýna breyingarnar.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:55