344. fundur

23.02.2023 08:30

344. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn í fjarfundi 23. febrúar 2023, kl. 08:30

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Birkidalur 2 (2023020181)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. aðaluppdráttum TK-KVARDI teiknistofu dags. 17.01.2023.
Erindi frestað. Skila þarf inn fullbúnum gögnum í samræmi byggingarreglugerðinni.

2. Dísardalur 6 mhl.03 (2023020276)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjöleignarhúsi með 13 íbúðum á tveim hæðum sbr. aðaluppdráttum i62 ehf teiknistofu dags. 28.01.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Jötundalur 6 mhl.03 (2023020197)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjöleignarhúsi með 13 íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 09.02.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Drekadalur 9 mhl.05 (2023020226)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjöleignarhúsi með 13 íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 12.02.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Dísardalur1-7 mhl.6 (2023010003)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjöleignarhúsi með 8 íbúðum á tveim hæðum sbr. aðaluppdráttum i62 ehf teiknistofu dags. 08.02.2023.
Erindi frestað. Uppfyllir ekki skipulagsskilmála um tengieiningar.

6. Aðalgata 60 (2023020277)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir framkvæmdum sem taka til útleigurýma á jarðhæð sbr. aðaluppdráttum ARKÍS arkitektum dags. 13.04.2018 uppfært 10.02.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Flugvellir 8 (2022110552)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir rafhleðslustöð í áfanga I og þjónustuhúsi í áfanga II sbr. aðaluppdrætti mansard teiknistofu ehf dags. 22.11.2022. Skipulagsbreyting samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt, áfangi I. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Seljavogur 2A (2023020360)

Umsókn um stöðuleyfi fyrir 1 stk gámi til eins árs, meðfylgjandi er mynd og samþykki nágranna.
Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.

9. Djúpivogur 5 (2023020126)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 1. stk. 20 feta gám sbr. meðfylgjandi gögnum.
Erindi hafnað. Sækja þarf um byggingarleyfi.

10. Hafnagata 31b (2023010623)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir tímburhús/skúr sem á að endurgera og verður fluttur frá Sandgerði sbr. meðfylgjandi gögnum.
Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:58