348. fundur

27.04.2023 08:30

348. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Tjarnargötu 12 27. apríl 2023, kl. 08:30

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

 

1. Víðidalur 9 (2023040204)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. aðaluppdráttum RISS teiknistofu dags.14.04.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2. Jötundalur 1-3-5-7 (2023040075)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi með átta íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 10.03.2023.
Erindi frestað, hæðakódar ekki í samræmi við lóðarblað.

3. Valhallarbraut 872 - Kef 301 (2022060377)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði, gagnaveri sbr. aðaluppdrætti frá T.ark arkitektum dags.14.06.2022. Erindið var áður á dagskrá 23. júní s.l., þá vísað til skipulagsráðs. Skipulagsráð samþykkti breytingarnar.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Brekadalur 52 (2023040071)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. aðaluppdráttum BALSI ehf dags. 08.12.2022.
Erindi frestað. Leggja þarf inn fullbúna aðaluppdrætti.

5. Háseyla 33 (2023040414)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir sólstofu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags. 22.04.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

6. Háseyla 22 (2022110564)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílgeymslu sbr. teikningu Verkfræðistofu Suðurnesja dag.22.11.2022. Erindið var áður á dagskrá 8. desember s.l. þá vísað til skipulagsráðs. Grenndarkynningu lauk 8.apríl .2023, skipulagsbreyting samþykkt.
Erindi frestað. Skila þarf inn aðaluppdráttum.

7. Tjarnabraut 24 (2023030414)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum i62 dags. 17.03.2023. Erindið var áður á dagskrá 4. apríl s.l. ný gögn hafa boriðst.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Grænásbraut 501 (2023040413)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir niðurrifi á fasteign F2311265 mhl. 01
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9. Fitjar 3 (2023040031)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir matarbíl. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi fyrir söluvagni veitt til eins árs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:14