351.fundur

22.06.2023 08:30

351. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Tjarnargötu 12, Tjarnakaffi, 22. júní 2023, kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Lerkidalur 1 (2023030104)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingu á bílgeymslu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags. 03.03.2023. Erindið var áður á dagskrá 13. mars s.l. þá vísað til skipulagsráðs, skipulagsbreyting samþykkt. Erindið var síðan aftur á dagskrá 04.04.2023, þá frestað. Ný gögn hafa borist.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Hraunsvegur 12 (2023060001)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum sbr. aðaluppdráttum GJG DESIGN ehf dags. 26.05.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3. Bakkastígur 20 (2023060238)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags. 10.06.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Framnesvegur 9-11-13 (2023060130)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir þremur fjölbýlishúsum, 35 íbúðum í hverju húsi sbr. aðaluppdráttum ARKÍS arkitektum dags.08.06.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Jötundalur 1-3-5-7 (2023040075)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi með átta íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 10.03.2023. Erindið var áður á dagskrá 27.04.2023 þá frestað. Ný gögn hafa borist.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Sunnubraut 36 (2023050648)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir tímabundnum skólastofum og geymslugám sbr. aðaluppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 08.05.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Þjóðbraut 838 (2023060205)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir uppsetningu á fjórum rafstöðvagámum og kælibúnaði á þak sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags.06.06.2023.
Erindi frestað. Gerð er krafa um hljóðvistaskýrslu vegna kælibúnaðar og rafstöðva.

8. Fitjar 1 (2023060147)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum á ljósaskilti yfir í ledskjá. Meðfylgjandi er ljósmynd sem sýnir staðsetningu.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:11