- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Um er að ræða tilkynningarskylda framkvæmd undanþegna byggingarheimild- og leyfi um að breyta innra fyrirkomulagi núverandi húsnæðis á Iðavöllum 12a, 230 Reykjanesbæ.
Breytingin felst í að innrétta fremri hluta hússins fyrir sjúkraþjálfunina Ásjá og aftari hluta hússins fyrir rafiðnaðarverslunina Ískraft.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I um leyfi til þess að bæta við hurð á suðurhlið hússins og koma fyrir dísel varaaflstöð í vélarsal. Núverandi vélasalur verður hólfaður í tvennt.
Varaaflsstöð verður í innri helming.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einum 40 feta gámi. Áður hefur verið veitt leyfi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Stöðuleyfi veitt til eins árs.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir sumarhúsi til flutnings.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I til að byggja stakstæðan bílskúr á lóð Hringbrautar 82.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Um er að ræða tilkynningarskylda framkvæmd þar sem mannvirki í aðalhafnargarðinum í Keflavík verði betrumbætt með því að bæta við salernisaðstöðu til notkunar fyrir viðskiptavini hafnarinnar.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði að Hólmbergsbraut 13.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 2 stk. 20 feta gáma og 3 stk. 40 feta gáma, meðfylgjandi er mynd af staðsetningu. Sami eigandi/rekstraraðili er að allri eigninni.
Stöðuleyfi veitt til eins árs.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I um leyfi fyrir breytingum á Hafnargötu 30.
Um er að ræða samþykkt á áðurgerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Erindi staðfest.
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II til að byggja einbýlishús á einni hæð að Fitjaási 16.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II um að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með alls 19 íbúðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.35