355. fundur

19.10.2023 09:00

355. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. október 2023, kl. 09:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráninga og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Grófin 18C (2023100165)

Sótt er um breytta notknun á húsnæði. Iðnaðarbil verði að geymslu og íbúðir á efri hæð verði séreignir.

Erindi frestað. Beðið er umsagnar frá Brunavörnum Suðurnesja.

2. Sjónarhóll 8A (2023100164)

Sótt er um breytingar á innra skipulagi og utanhúss skv. meðfylgjandi uppdráttum Glóru ehf.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Pósthússtræti 9 (2023100140)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki 2. Um er að ræða 7 hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum og sameiginlegum bílakjallara með Pósthússtræti 7.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Heiðarvegur 4 (2023100070)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki 1. Bætt verður við kvisti til norðurs. Erindið hefur farið fyrir skipulagsráð og í grenndarkynningu, skipulagsbreyting samþykkt.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Grænásbraut 619 (2023070356)

Sótt er um breytingu á húsnæði sem gengur út á að aðlaga húsnæðið að virkni fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, bæði fullorðna og börn. Einnig verður Háaleitisskóli með aðstöðu í fjórum til fimm kennslustofum í húsnæðinu yfir daginn til að vera með þróunarskóla/námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri.

Byggingaráform samþykkt.

6. Flugvellir 15 (2023030567)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II um að byggja geymsluhúsnæði, að hluta á tveimur hæðum. Burðarvirki hússins er límtré og klætt með yleiningum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30