- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Susan Ásrún Osborne fulltrúi/ritari.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Á lóðinni Flugavallarbraut 710 landeignanúmer L219180 er einlyft staðsteypt bygging sem áður hýsti hersjúkrahús. Notkun byggingarinnar verður breytt í safnahús fyrir Reykjanesbæ. Engar breytingar verða gerðar á húsinu að utan og engar breytingar verða gerðar á burðarvirki hússins.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu. Viðbygging á steyptum sökkli. Timburhús með timburþaki. Anddyri og þvottahús. Grenndarkynning var unnin vegna þessa í vor/sumar.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II um byggingu á staðsteyptu parhúsi með léttu einhalla þaki.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Sótt er um leyfi til breytinga innan og utanhúss á núverandi mannvirki, ásamt viðbyggingum, tveimur nýjum leikskóladeildum og stækkun á starfsmannaaðstöðu. Utanhúss, núverandi og nýbyggingar verða einangraðar að utan og klæddar með sléttri ál klæðningu, núverandi gluggum verður skipt út. Innanhúss verður allt endurnýjað, innréttingar, gólfefni, loftaefni. Lagnir verða endurnýjaðar að því leyti sem nauðsynlegt er, gólfhiti settur í öll rými og ný loftræsing.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílahleðslustöðvum á lóð Flugvalla 25 með 18 stakstæðum hleðslustaurum, sex rafmagnskössum og dreifistöð rafmagns.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 1. stk 40 feta gámi. Meðfylgjandi er ljósmynd sem sýnir staðsetningu gáms.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til að breyta setustofu í tvö gistiherbergi á hverri hæð. Frágangur verður sambærilegur við frágang annarra gistiherbergja í húsinu. Samtals fjölgar gistiherbergjum í húsinu um 6.
Erindi hafnað. Aðaluppdrættir uppfylla ekki kröfu um íbúðarherbergi skv. 6.7.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til að breyta setustofu í tvö gistiherbergi á hverri hæð. Frágangur verður sambærilegur við frágang annarra gistiherbergja í húsinu. Samtals fjölgar gistiherbergjum í húsinu um 6.
Erindi hafnað. Aðaluppdrættir uppfylla ekki kröfu um íbúðarherbergi skv. 6.7.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til að breyta setustofu í tvö gistiherbergi á hverri hæð. Frágangur verður sambærilegur við frágang annarra gistiherbergja í húsinu. Samtals fjölgar gistiherbergjum í húsinu um 6.
Erindi hafnað. Aðaluppdrættir uppfylla ekki kröfu um íbúðarherbergi skv. 6.7.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn fellst í að byggja bílskúr, klósett og hjólageymslu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn fellst í endurbótum á eldra verkstæðishúsnæði til samræmis við sambyggt skrifstofuhúsnæði.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða spennistöð á lóð Verne Global. Hún mun rísa á byggingareit 301 skv. Deiliskipulagi sem hefur verið samþykkt af Bæjarstjórn, en er að klára afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun og verður svo formlega birt.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða bílskúr sérstæðan á lóð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Sótt er um að byggja einbýlishús á einni hæð, áður samþykkt með byggingarleyfi BL201909-00003, rann úr gildi.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir gróðurskála úr álprófílum og gleri. Rennihurðir eru á báðum göflum gróðurskálans. Þak er einhalla frá gafli húss og er sömuleiðis úr álprófílum og gleri.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II um að byggja steinsteypt hús. Iðnaðarhús með 14 rýmum. Óskað er eftir frávikum frá lóðarblaði varðandi byggingarreit og hæðarsetningu, sjá gögn þar um.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 4 smáhýsi. Um er að ræða framlengingu á stöðuleyfi sem áður hafði verið veitt til 3 ára og er óskað eftir stöðuleyfi verði endurnýjað til 3 ára frá og með 1. janúar 2024. 2 smáhýsi hafa verið í notkun undanfarin ár og leigð til Reykjanesbæjar og liggur fyrir áhugi Reykjanesbæjar að leigja þessi hús áfram, ásamt 2 húsum í viðbót sem nú hefur verið lokið við og bíða lokaúttektar.
Erindi hafnað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:56