358. fundur

08.02.2024 09:00

358. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. febrúar 2024, kl. 09:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Erla B. Gunnarsdóttir lögfræðingur Umhverfis- og framkvæmdarsviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Brekadalur 58 (2024020001)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II til að byggja staðsteypt einbýlishús á 2 hæðum. Húsið er 359 m2, einangrað og klætt að utan með álplötum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Vitabraut 1 (2024010574)

Tilkynnt er um mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfis. Um er að ræða endurnýjun á siturlögnum í samræmi við uppdrætti Riss Verkfræðistofu dags. 7. febrúar 2018.

Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

3. Sjónarhóll 6 (2024010495)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á innra skipulagi gagnavers, mhl 01 og mhl 02 er tengdur saman með tengigangi og sameinast í einn matshluta. Starfsmannaaðstaða er í starfsmannhúsi á sömu lóð.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Sjónarhóll 8A (2024010472)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á innra skipulagi. Starfsmenn verði 5-6, starfsmannaaðstaða er á nærliggjandi lóð, Sjónarhól 6.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Sunnubraut 32 (2024010471)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III um heildaráform um endurnýjun á núverandi húsnæði Holtaskóla að utan sem innan ásamt viðbyggingum sem fram koma á meðfylgjandi aðaluppdráttum, lóð og umhverfi verður endurnýjað.

Erindi vísað til skipulagsráðs.

6. Sjónarhóll 8 (2024010339)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á innra skipulagi. Starfsmenn verði 5-6, starfsmannaaðstaða er á nærliggjandi lóð, Sjónarhól 6.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Aðalgata 60 (2024010338)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á innra fyrirkomulagi jarðhæðar. Heilsugæsla kemur til með að nýta alla 1. hæð byggingarinnar og verður vesturendi byggingarinnar nýttur sem rými fyrir sjúkraþjálfun. Móttaka og stoðrými verða samnýtt með heilsugæslu.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Brekadalur 5 (2024010261)

Sótt er um byggingarleyfi um umfangsflokki II umsóknin felst í að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu á efri hæð. Stækkun á byggingarreit var samþykkt á 305. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 21. desember 2022.

Erindi vísað til skipulagsráðs þar sem grenndarkynning er runnin úr gildi.

9. Tjarnabraut 30 (2024010224)

Sótt er um byggingarleyfi um umfangsflokki II umsóknin felst í að byggja einbýlishús, staðsteypt hús með steyptum sökkli og þakplötu.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

10. Tjarnabraut 28 (2024010223)

Sótt er um byggingarleyfi um umfangsflokki II umsóknin felst í að byggja einbýlishús, staðsteypt hús með steyptum sökkli og þakplötu.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Brekadalur 62-66 (2023120285)

Sótt er um byggingarleyfi um umfangsflokki II umsóknin felst í að byggja raðhús með þremur íbúðum.

Erindi frestað, lagfæra þarf hæðarkóta í samræmi við lóðarblað.

12. Huldudalur 23-27 (2023120264)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II umsóknin felst í að byggja raðhús með þremur íbúðum.

Erindi frestað, lagfæra þarf hæðarkóta í samræmi við lóðarblað.

13. Huldudalur 5-9 (2023120116)

Sótt er um byggingarleyfi um umfangsflokki II til að byggja timbur raðhús, 3 íbúðir með bílskúrum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

14. Grófin 18C (2023100165)

Umsókn um breytingu á skráningu fasteignar. Iðnaðarbil verði að geymslu og íbúðir á efri hæð verði séreignir.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40