360. fundur

08.03.2024 10:00

360. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann þann 8. mars 2024 kl. 10:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Erla B. Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Brekadalur 5 (2024010261)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á efri hæð. Stækkun á byggingarreit var samþykkt á 305. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 21. desember 2022.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Hólmbergsbraut 13 (2023090353)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Umsókn felst í að byggja steinsteypt hús. Iðnaðarhús með 14 rýmum. Óskað er eftir frávikum frá lóðarblaði varðandi byggingarreit og hæðarsetningu, sjá gögn þar um.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Bolafótur 15 - óleyfisframkvæmd (2022040078)

Álagning dagsekta vegna óleyfisgáma á lóð.

Embætti byggingarfulltrúa samþykkir að beita dagsektum að lóð númer 15 við Bolafót vegna óleyfisgáma.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.